27.11.08

Ég er skautadrottning

Eða... ég er drottning og ég var á skautum. Skautadiskó meira að segja! Ég hef ekki farið á skauta í þvílíkan tíma, en ég stóð mig bara ansi vel og datt aldrei. Þetta hefði verið ennþá betra hefði ekki verið svona mikið af krökkum þarna. Krakkar eru svo óútreiknanlegir og ekkert voða duglegir að fara beint, svo að ég þurfti að hafa mig alla við til þess að skauta þá ekki niður eða verða sjálfri mér að voða. Kannski sýnir það bara að ég er ennþá betri á skautum en mér óraði fyrir!

Ókay.. reyndar ekki. Einar reyndi að kenna mér að skauta aftur á bak og það var ekki að gerast. Mér líður eins og Zoolander sem gat ekki beygt til vinstri. Ég bara get ekki... skautað aftur á bak!

Engin ummæli: