16.11.08

Frú Ósk

Þetta er fyrsta póskið mitt sem gift kona. Frú Ósk Bænarí og Herra Einar Mon. Gærdagurinn var æðislegur í alla staði. Það var rosalega skrítið að vera manneskjan sem labbaði kirkjugólfið með pabba sínum, í staðinn fyrir að fylgjast með frá kirkjubekkjunum. Einar var náttúrulega alveg ofboðslega fínn og sætur í smókíngnum sínum og við sögðum alveg já á réttum stöðum og allt það. Söngurinn var alveg frábær og mér fannst líka voða gaman að heyra orðin "Þú ert Ósk, þú ert Óskin mín" sungin í kirkju. Ég hugsa að þetta sé í fyrsta og eina skiptið sem það gerist.

Myndatakan var bara skemmtileg, veislan og maturinn æði og Daði alveg frábær sem veislustjóri. Ég sullaði ekki einu sinni neinu á kjólinn minn og ég datt aldrei um hann. Það var heldur ekkert mál að fara á klósettið í þessari múderingu, því ég hafði fengið góðar leiðbeiningar :o)

Engin ummæli: