18.11.08

Það er svo gaman að vera hjón

Þetta er eiginlega bara alveg allt annað líf skal ég segja ykkur. Við erum búin að vera að gefa hvoru öðru hnefaknús með hringahöndunum. Það er líka rosalega gaman að halda fram hringahendinni og láta hitt kyssa hringinn eins og kona sé mafíósi. Svo hendum við því fram við tækifæri að við séum "hringa-buddies".

Við fengum líka svo marga pakka að það var alveg svakalegt. Fleiri en ég fékk þegar ég fermdist og þeir voru allir svo flottir og smart skreyttir að við ætluðum ekki að tíma að opna þá. Þeir voru barasta ALLIR æðislegir. Ég held að það sé eitthvað met.

Engin ummæli: