22.11.08

Ekki lengur heltönuð

Á miðvikudaginn í síðustu viku fór ég í brunkusprey. Það fer þannig fram að kona striplast fyrir framan starfskonu snyrtistofu sem er vopnuð voldugum úðabrúsa. Kona er svo látin snúa sér á allar hliðar og lyfta höndum fram og til baka til þess að það náist að spreyja hvern krók og kima.

Strax það kvöld var ég orðin alveg heltönuð. Spreykvendið hafði sagt mér að ég mætti ekki fara í sturtu fyrr en næsta dag. Augun í mér voru blárri en allt og hárið ljósara en nokkru sinni fyrr, þegar mótvægið við húðina var svona mikið. Ég var eiginlega orðin svolítið smeik þangað til að ég skellti mér í sturtu daginn eftir og horfði á vel brúnt vatnið renna ofan í niðurfallið. Eftir tvær sturtur í viðbót var ég bara voðalega fín og sæt.

Núna er eins og ég hafi aldrei farið í þetta sprey. Þar sem að tanið entist nægilega lengi til þess að ég gæti vanist því að vera ekki eins hvít eins og snjór eða A4 prentarablað er ég alveg gáttuð á því hvað ég er nú ljós á litinn.

Ég þarf að passa mig að verða ekki tanorexic.

Engin ummæli: