12.10.08

Nakinn sannleikurinn

Í gær fórum við og hittum Palla og Ellu. Þau eru búin að vera á ferðalagi um Frakkland og Ítalíu í heilan mánuð. Þau gistu mest megnis í tjaldi. Svona í miðri umræðu réttir Ella mér glansandi þykkan bækling, ekki ósvipuðum þeim sem ferðaskrifstofur gefa út. Þau sögðu okkur að þetta hafi verið eitt tjaldstæði sem hafði verið auglýst með þrjár stjörnur, en þegar þau hefðu komið á staðinn hefði þau ákveðið að gista annarstaðar.

Framan á bæklingnum var skælbrosandi fjölskylda ofan í sundlaug. Svo sem ekkert óeðlilegt við það, en svo tók ég eftir því að einhver rosaleg sílíkon gella sat berrössuð með brjóstin út í loftið á bakkanum á lauginni. Spes að velja það fyrir forsíðuna.

Allavega, ég fór að fletta bæklingnum og við mér blasti alsber gaur í bogfimi með allt hangandi út um allt. Þarna mátti líka sjá berrassaða konu við leirsnúningshjól að búa til skál, ellilífeyrisþega í golfi og í engu nema skóm, nakta krakka á hestbaki og aftan á heila fjölskyldu að hjóla. Við skulum bara orða það þannig að þau voru ekki einu sinni með hjálma. Ég endanlega dó svo úr hlátri þegar ég sá mynd af fjölskyldufaðir á sprellanum að blanda salat á meðan að konan lagði á borðið og börnin fylgdust spennt með.

Úff. Það er kannski bara gott og fallegt að það séu einhverjir þarna úti sem séu svo sáttir við sína nekt og annara að þeir skelli sér í nektarfrí með fjölskyldunni. Það eina sem ég veit er að ég ætti erfitt með að leygja hjól þarna. Væri líka frekar svekkjandi að fá klamedíu af veitingastaðastól. Hahahah

Engin ummæli: