4.10.08

Ég held að ég vilji vera Skeletor frekar en He-Man þegar ég verð stór

Það verður mér sífellt ljósara að það væri talsvert skemmtilegra að vera vondur snillingur heldur en ofurhetja. Á meðan að ofurhetjurnar eru að þönum allan sólahringinn að bjarga heiminum og hjálpa gömlum konum yfir götuna, getur vondi snillingurinn sofið út og eytt svo tíma í að pæla í því hvort að rautt flauel eða svart latex eigi betur við hann þann daginn.

Vondi snillingurinn hefur líka úr fleiri tegundum af hlátrum að velja. Það er eitthvað sem skiptir miklu máli. Ha-Ha-Ha-ið sem að ofurhetjurnar eiga möguleika á nær bara vist langt. Stundum koma upp tilefni þar sem að ekkert annað en MUAHAHAHAHAW eða híhíhíhíhíhíhíhíhíiíííiíí dugar til.

Minionin (hmm.. íslenskum þetta sem snöggvast. Handbendin? Já, það er gott!) fyrir góðu gaurana eru líka af skornum skammti, þar sem að svona hefðbundið ofurhetjukerfi byggir á jafningjasamfélagi. Vondu snillingarnir geta valið mismunandi handbendi fyrir hvern dag ársins. Bara núna á meðan ég skrifa þessi orð dettur mér í hug fljúgandi ninja apar, skordýra vélmenni og microsoft forritarar.

Svo margir möguleikar.......

Engin ummæli: