26.10.08

Ég er víst gæs eftir allt saman

Ég var gæsuð í gær. Það kom eins og þruma úr heiðskýru og allt það. Ég bjóst innilega við því að ég myndi "sleppa við" svona nokkuð, þar sem ég á talsvert meira magn af vinum heldur en vinkonum.

Einar var steggjaður í gær. Ég vissi að það ætti að steggja hann, svo ég var alveg kúl yfir því að fara að sofa klukkan fjögur og vakna klukkan sjö til þess að vera klædd og svona þegar gaurarnir þustu inn í húsið.

Þegar húsið fylltist svo af svartklæddum karlmönnum, sumum með nælonsokka á hausnum ákvað ég að það væri best að fela mig úti í horni. Eftir smá stund fór þjófavarnarkerfið í gang og þá kom Einar hlaupandi niður á gallabuxunum einum fata, beint í fangið téðum karlmönnum, með xboxið okkar og aðra muni undir höndunum og á leiðinni út í bíl.

Þegar þessi misskilningur hafði verið leiðréttur og Einar var farinn upp aftur í meiri föt og tannburstun var einhver forláta reykvél sett í gang og allir reykskynjarar í húsinu byrjuðu að pípa og kerfið fór aftur í gang þessvegna. Það var ekki hægt að sannfæra þá um að halda kjafti, svo á endanum voru þeir teknir niður og settir út í garð á meðan það var loftað út. Þetta kerfi öskrar bloody murder og ég er viss um að nágrannarnir okkar hafa fengið að vakna aðeins líka.

Þetta var allt fyrirgefið þegar eldhúsið var tekið yfir og steiktar cocktailpulsur, beikon, egg, ristað brauð og amerískar pönnsur fóru að berast inn í stofu. Á þeim tímapunkti bættust stelpur við í hópinn.

Það var ekkert lítið sem ég var hissa að sjá Völu, Þórey og Ösp í dyragættinni. Þær komu færandi hendi með eitthvað það glæsilegasta outfit sem sögur fara af. Bleikt "ballerínu" pils með glansandi pallíettum og slör í stíl, en Þórey saumaði bæði (myndarleg!) og bleikan síðerma bol. Svo fékk ég tvö bleik, uppstoppuð blóm til þess að halda á, en það er vegna þess að það er fátt í þessum heimi sem ég eru eins miklir óvinir mínir og slík blóm. Ég var bara ennþá sáttari við bleika gallann minn þegar ég sá bleika gallann hans Einars (gríslabúningur)

Eftir þennan líka fab morgunmat fórum við kvenmennirnir upp í eðalvagninn (econoliner) og eðalvagnsstjórinn (Natti) keyrði okkur niður í Lindarskóla. Þar voru allir gaurarnir mættir og við fórum í allskonar leiki í íþróttasalnum. Stórfiskahlaup, skóleik, brennó og leiki sem ég veit ekki einu sinni hvað heita.

Auðvitað var reynt að drepa mig með einhverjum áfengisskotum svona inn á milli. Stelpurnar voru svo góðar við mig samt, að ég var barasta ekkert verið pínd neitt hroðalega. Þegar "mitt lið" tapaði leikjum, þá gáfu þær mér hlaupskot í staðinn fyrir eplasnafs og þegar ég átti að taka 25 skot af bjór þá byrjaði Þórey á móti mér á línunni á hinum endanum.

Í eðalvagninum setti Vala svo upp velmegunarbrunch (kex, osta, ný bakað snittubrauð, pestó, sultu, muffins o.fl. Já.. og broskallakaka fyrir mig) og þær mixuðu ískaldan léttáfengan velmegunardrykk með. Við stoppuðum til að sækja Rúnu og því næst fóru þær með mig í dekur á Nordica spa. Ég fékk alveg æðislegt heilnudd og svo slöppuðum við af í heitu pottunum og höfðum það kósí.

Eftir dekrið fórum við í magadans. Það var bara klikkað skemmtilegt og ég verð að segja að ég er mjög ánægð með að vera með of stór brjóst til þess að þau passi fyllilega í outfitið sem ég átti að vera í. Þetta gerði það að verkum að ég fékk að vera áfram í síðerma bolnum mínum undir magadansbrjóstahaldaradótinu svo að engin Janet Jackson slip ættu sér stað.

Upp úr kæliboxinu í eðalvagninum komu allskyns flöskur og fernur og hristarar og klakar flugu í allar áttir á milli þess að mér voru rétt glös með marglitum cocktailum.

Svo fór ég að hitta hinar gæsirnar niðri á tjörn og fóðraði þær með afgangnum af snittubrauðinu okkar. Eftir að hafa gefið hinum gæsunum að borða var farið með mig í Kolaportið þar sem ég fékk 2000 krónur í hendurnar sem ég átti að nota til þess að kaupa tvö heilstæð outfit sem ég átti svo að sýna seinna um daginn.

Mér tókst alveg hreint frábærlega upp þó ég segi sjálf frá, og ég keypti annars vegar casual vinnu outfit með flatbotna skóm, tösku, teinóttu pilsi, svörtum bol, svartri skyrtu og hárklemmu og hins vegar kvöldoutfit sem saman stóð af svörtum kjól, handtösku, hælaskóm, hálsmeni, eyrnalokkum og hárspennu (fullur poki af fötum á 500 krónur hornið var að gera góða hluti).

Þegar við fórum svo heim til Natta (bachelorpadið með guitar hero og poolborði) þá benti Vala mér á fötin sem HÚN hafði keypt fyrir mig einhverju áður. Þar hengu uppi ýmislegir glæpir geng mannkyninu frá allskyns tímabilum. Það var samt bara gaman að skella sér í þetta. Þórey lét mig líka fá frábæran bol með mynd sem þar sem hún hafði photoshoppað andlitið á mér saman við andlitið á the corpse bride og textanum "Ósk" "..bride to be". Ekkert smá flottur.

Eftir cry baby, pool, guitar hero, heilan helling af bollu og snarl mættu svo strákarnir á svæðið og Doddahamborgararnir fóru að koma af svölunum. Prógramið endaði svo á stórskemmtilegu partýi.

Ég er svo ánægð með þetta allt saman að ég held ekki vatni :o) Takk takk takk allir sem komu að þessu :o) Sérstaklega langar mig samt að þakka Völu, Þórey, Ösp, Rúnu og Ellu (sem þurfti að vinna greyjið) fyrir alveg æðislegan dag. TAAKKK!

Engin ummæli: