12.10.08

Brúðkaupsferðin felld niður!

Heimsferðir felldu niður brúðkaupsferðina okkar, þar sem að slatti af fólki hafði þegar afbókað sig og þau treystu sér ekki til þess að bjóða upp á ferðina á því verði sem við höfðum borgað fyrir hana. Pínu svekk og pínu léttir. Það er kannski ekkert sniðugt að ferðast þegar gengið er eins kolklikkað og það hefur verið undanfarið.

Hakuna matata

Við förum bara seinna í einhverja geðveika brúðkaupsferð. Tökum okkur smá frí núna og förum upp í sumargústaf og gerum eitthvað skemmtilegt. Enda niðurstaðan er að við verðum gift, hvort sem við eyðum fyrstu dögunum eftir það á Íslandi eða á Kúbu.

Engin ummæli: