30.10.08

Halloweeny

Ég er að baka kökur sem líta út eins og disembodied fingur.. og búa til hlaupdót sem lítur út eins og augu. Á morgun ætla ég að búa til oreos köngulær og banana og súkkulaði lirfur.

'cause that is how I roll!

26.10.08

Ég er víst gæs eftir allt saman

Ég var gæsuð í gær. Það kom eins og þruma úr heiðskýru og allt það. Ég bjóst innilega við því að ég myndi "sleppa við" svona nokkuð, þar sem ég á talsvert meira magn af vinum heldur en vinkonum.

Einar var steggjaður í gær. Ég vissi að það ætti að steggja hann, svo ég var alveg kúl yfir því að fara að sofa klukkan fjögur og vakna klukkan sjö til þess að vera klædd og svona þegar gaurarnir þustu inn í húsið.

Þegar húsið fylltist svo af svartklæddum karlmönnum, sumum með nælonsokka á hausnum ákvað ég að það væri best að fela mig úti í horni. Eftir smá stund fór þjófavarnarkerfið í gang og þá kom Einar hlaupandi niður á gallabuxunum einum fata, beint í fangið téðum karlmönnum, með xboxið okkar og aðra muni undir höndunum og á leiðinni út í bíl.

Þegar þessi misskilningur hafði verið leiðréttur og Einar var farinn upp aftur í meiri föt og tannburstun var einhver forláta reykvél sett í gang og allir reykskynjarar í húsinu byrjuðu að pípa og kerfið fór aftur í gang þessvegna. Það var ekki hægt að sannfæra þá um að halda kjafti, svo á endanum voru þeir teknir niður og settir út í garð á meðan það var loftað út. Þetta kerfi öskrar bloody murder og ég er viss um að nágrannarnir okkar hafa fengið að vakna aðeins líka.

Þetta var allt fyrirgefið þegar eldhúsið var tekið yfir og steiktar cocktailpulsur, beikon, egg, ristað brauð og amerískar pönnsur fóru að berast inn í stofu. Á þeim tímapunkti bættust stelpur við í hópinn.

Það var ekkert lítið sem ég var hissa að sjá Völu, Þórey og Ösp í dyragættinni. Þær komu færandi hendi með eitthvað það glæsilegasta outfit sem sögur fara af. Bleikt "ballerínu" pils með glansandi pallíettum og slör í stíl, en Þórey saumaði bæði (myndarleg!) og bleikan síðerma bol. Svo fékk ég tvö bleik, uppstoppuð blóm til þess að halda á, en það er vegna þess að það er fátt í þessum heimi sem ég eru eins miklir óvinir mínir og slík blóm. Ég var bara ennþá sáttari við bleika gallann minn þegar ég sá bleika gallann hans Einars (gríslabúningur)

Eftir þennan líka fab morgunmat fórum við kvenmennirnir upp í eðalvagninn (econoliner) og eðalvagnsstjórinn (Natti) keyrði okkur niður í Lindarskóla. Þar voru allir gaurarnir mættir og við fórum í allskonar leiki í íþróttasalnum. Stórfiskahlaup, skóleik, brennó og leiki sem ég veit ekki einu sinni hvað heita.

Auðvitað var reynt að drepa mig með einhverjum áfengisskotum svona inn á milli. Stelpurnar voru svo góðar við mig samt, að ég var barasta ekkert verið pínd neitt hroðalega. Þegar "mitt lið" tapaði leikjum, þá gáfu þær mér hlaupskot í staðinn fyrir eplasnafs og þegar ég átti að taka 25 skot af bjór þá byrjaði Þórey á móti mér á línunni á hinum endanum.

Í eðalvagninum setti Vala svo upp velmegunarbrunch (kex, osta, ný bakað snittubrauð, pestó, sultu, muffins o.fl. Já.. og broskallakaka fyrir mig) og þær mixuðu ískaldan léttáfengan velmegunardrykk með. Við stoppuðum til að sækja Rúnu og því næst fóru þær með mig í dekur á Nordica spa. Ég fékk alveg æðislegt heilnudd og svo slöppuðum við af í heitu pottunum og höfðum það kósí.

Eftir dekrið fórum við í magadans. Það var bara klikkað skemmtilegt og ég verð að segja að ég er mjög ánægð með að vera með of stór brjóst til þess að þau passi fyllilega í outfitið sem ég átti að vera í. Þetta gerði það að verkum að ég fékk að vera áfram í síðerma bolnum mínum undir magadansbrjóstahaldaradótinu svo að engin Janet Jackson slip ættu sér stað.

Upp úr kæliboxinu í eðalvagninum komu allskyns flöskur og fernur og hristarar og klakar flugu í allar áttir á milli þess að mér voru rétt glös með marglitum cocktailum.

Svo fór ég að hitta hinar gæsirnar niðri á tjörn og fóðraði þær með afgangnum af snittubrauðinu okkar. Eftir að hafa gefið hinum gæsunum að borða var farið með mig í Kolaportið þar sem ég fékk 2000 krónur í hendurnar sem ég átti að nota til þess að kaupa tvö heilstæð outfit sem ég átti svo að sýna seinna um daginn.

Mér tókst alveg hreint frábærlega upp þó ég segi sjálf frá, og ég keypti annars vegar casual vinnu outfit með flatbotna skóm, tösku, teinóttu pilsi, svörtum bol, svartri skyrtu og hárklemmu og hins vegar kvöldoutfit sem saman stóð af svörtum kjól, handtösku, hælaskóm, hálsmeni, eyrnalokkum og hárspennu (fullur poki af fötum á 500 krónur hornið var að gera góða hluti).

Þegar við fórum svo heim til Natta (bachelorpadið með guitar hero og poolborði) þá benti Vala mér á fötin sem HÚN hafði keypt fyrir mig einhverju áður. Þar hengu uppi ýmislegir glæpir geng mannkyninu frá allskyns tímabilum. Það var samt bara gaman að skella sér í þetta. Þórey lét mig líka fá frábæran bol með mynd sem þar sem hún hafði photoshoppað andlitið á mér saman við andlitið á the corpse bride og textanum "Ósk" "..bride to be". Ekkert smá flottur.

Eftir cry baby, pool, guitar hero, heilan helling af bollu og snarl mættu svo strákarnir á svæðið og Doddahamborgararnir fóru að koma af svölunum. Prógramið endaði svo á stórskemmtilegu partýi.

Ég er svo ánægð með þetta allt saman að ég held ekki vatni :o) Takk takk takk allir sem komu að þessu :o) Sérstaklega langar mig samt að þakka Völu, Þórey, Ösp, Rúnu og Ellu (sem þurfti að vinna greyjið) fyrir alveg æðislegan dag. TAAKKK!

24.10.08

Ljótubindadagur

Það var ljótubindadagur í vinnunni minni í dag. Ég var með fermingabindið hans Einars. 90's hafa ýmislegt til þess að svara fyrir!

22.10.08

Dýrðardagur!

Ég á þennan dag og mér er sama þó að þrír aðrir í vinnunni minni þykist eiga afmæli í dag líka. Ég á hann samt. Þetta er minn dagur. Minn snjór. Mínar stóru smákökur. Mínar gjafir.

VEIIIII!

19.10.08

19. október

Skrítið. Þegar ég var lítil man ég eftir því þegar pabbi sagði að tíminn liði rosalega hratt eftir að maður væri orðinn 25 ára. Hann hefur líklega verið svipað gamall og ég er í dag þegar hann sagði þetta. Ég er að upplifa þetta núna. Það er sunnudagskvöld og ég veit að ég þarf bara að loka augunum og opna þau aftur til þess að það verði næsta sunnudagskvöld. Í síðustu viku flutti ég til Íslands aftur. Í gær var sumar.

Ég á afmæli á miðvikudaginn. Ég verð eins gömul og Jim Morrison, Jimmy Hendrix, Janis Joplin og allir hinir rokkararnir sem byrjuð á J urðu nokkurn tímann. Í kringum mig kvartar fólk yfir því að það sé orðið fullorðið. Ég hef ekki áhyggjur af mínum aldri. Ég er nákvæmlega þar sem ég myndi vilja vera, næstum því 27 ára gömul. Ég sé ekki eftir neinu. Það er ekkert sem ég mundi vilja hafa gert sem ég hef ekki gert. Eða.. allavega ekkert sem stingur.

Ég á tvær háskólagráður. Eina bachelors og eina masters. Ég er í vinnu sem er fjölbreytt og þar sem ég fæ að bera ábyrgð. Ég á íbúð í raðhúsi.. með garði, tveimur stigum og drottningaturni. Ég á yndislegan Einar sem ætlar að giftast mér eftir minna en mánuð. Þegar við hittum prestinn spurði hann okkur í gamni hvort við værum til í að halda námskeið fyrir önnur pör.

Ég er ekki hrædd við að eldast. Ég vil frekar vera þar sem ég er í dag eða þar sem ég verð á morgun, en þar sem ég var þegar ég var tvítug. Framtíðin er björt og mér er eiginlega sama ef ég þarf að borga hærri skatta, hærri íbúðarlán eða skafa bílinn á morgnana. Ég er glöð. Þegar allar umfjallanir í fjölmiðlum eru neikvæðar og umræður um krepputal hóta því að kæfa mig ætla ég að muna að ég er hamingjusöm.

14.10.08

Komin í ruglið

Í morgun var ég sprautuð, svo tók ég einhverja töflu og svo upp úr hádegi tók ég eitthvað sem var blandað út í vatn.

Sko.. svona svo fólk fari ekki að fá áfall, þá er ég ennþá sama góða Óskin sem heldur sig frá öllum ólöglegum vímuefnum. Ég fór í flensusprautu í fyrsta sinn í morgun. Ég og sprautur erum ekki bestu vinir, svo ég var ponsu kvíðin. Þetta gekk samt allt voðalega vel og eftir pínulitla stungu var ég bólusett og plástruð. Sprautukonan sagðist hafa vandað sig sérstaklega vel við mig fyrst ég var ekki sprautuvinur.

Ég verð eiginlega að viðurkenna að ég er stundum með samviskubit yfir þessari sprautufóbíu minni. Mér finnst eins og ég ætti að vera að gefa blóð og ég vildi að ég gæti það. Ég bara þori því ekki. Eruð þið með einhverjar tillögur um hvernig ég get yfirstigið þetta? Það er ekki stungan sem ég er hrædd við. Líkaminn minn virðist bara ekki höndla nálina og mér svimar og það hefur liðið yfir mig og allt.

Já. Allavega. Svona fimm mínútum eftir sprautunina fékk ég þennan líka rosalega hausverk. Mér leið eins og að hausinn á mér væri við það að klofna í tvennt og Ronja myndi búa öðru megin og Birkir Borgason hinu megin. Eftir einhvern tíma trítlaði ég niður í afgreiðslu og fékk verkjatöflu. Hún gerði ekkert gang og rétt fyrir hádegi var ég að spá í að hringja í Einar sinn og fá hann til þess að skutla mér bara heim. Það var í þann mund sem hann Addi var að sýna mér viðbjó-verkefnið sitt. Hann snaraðist til og sótti fyrir mig eitthvað fyrirbæri sem heitir TREO. Það eru gostöflur sem eru vondar á bragðið og sizzla eins og beikon. Ein svona tafla bjargaði lífi mínu og sendi skógarnornir og rassálfa öskrandi aftur til Svíþjóðar.

Áfram TREO.

13.10.08

Smakkanir

Fórum í vín- og kökusmökkun áðan. Það þykir víst ekki eins classy að skyrpa út úr sér köku eins og að skyrpa út úr sér víni...

12.10.08

Nakinn sannleikurinn

Í gær fórum við og hittum Palla og Ellu. Þau eru búin að vera á ferðalagi um Frakkland og Ítalíu í heilan mánuð. Þau gistu mest megnis í tjaldi. Svona í miðri umræðu réttir Ella mér glansandi þykkan bækling, ekki ósvipuðum þeim sem ferðaskrifstofur gefa út. Þau sögðu okkur að þetta hafi verið eitt tjaldstæði sem hafði verið auglýst með þrjár stjörnur, en þegar þau hefðu komið á staðinn hefði þau ákveðið að gista annarstaðar.

Framan á bæklingnum var skælbrosandi fjölskylda ofan í sundlaug. Svo sem ekkert óeðlilegt við það, en svo tók ég eftir því að einhver rosaleg sílíkon gella sat berrössuð með brjóstin út í loftið á bakkanum á lauginni. Spes að velja það fyrir forsíðuna.

Allavega, ég fór að fletta bæklingnum og við mér blasti alsber gaur í bogfimi með allt hangandi út um allt. Þarna mátti líka sjá berrassaða konu við leirsnúningshjól að búa til skál, ellilífeyrisþega í golfi og í engu nema skóm, nakta krakka á hestbaki og aftan á heila fjölskyldu að hjóla. Við skulum bara orða það þannig að þau voru ekki einu sinni með hjálma. Ég endanlega dó svo úr hlátri þegar ég sá mynd af fjölskyldufaðir á sprellanum að blanda salat á meðan að konan lagði á borðið og börnin fylgdust spennt með.

Úff. Það er kannski bara gott og fallegt að það séu einhverjir þarna úti sem séu svo sáttir við sína nekt og annara að þeir skelli sér í nektarfrí með fjölskyldunni. Það eina sem ég veit er að ég ætti erfitt með að leygja hjól þarna. Væri líka frekar svekkjandi að fá klamedíu af veitingastaðastól. Hahahah

Brúðkaupsferðin felld niður!

Heimsferðir felldu niður brúðkaupsferðina okkar, þar sem að slatti af fólki hafði þegar afbókað sig og þau treystu sér ekki til þess að bjóða upp á ferðina á því verði sem við höfðum borgað fyrir hana. Pínu svekk og pínu léttir. Það er kannski ekkert sniðugt að ferðast þegar gengið er eins kolklikkað og það hefur verið undanfarið.

Hakuna matata

Við förum bara seinna í einhverja geðveika brúðkaupsferð. Tökum okkur smá frí núna og förum upp í sumargústaf og gerum eitthvað skemmtilegt. Enda niðurstaðan er að við verðum gift, hvort sem við eyðum fyrstu dögunum eftir það á Íslandi eða á Kúbu.

8.10.08

Eftir vinnu..

Fór í field-trip og pantaði tíma í prufuförðun og prufuhárgreiðslu og í alvöru förðun og alvöru hárgreiðslu. Það er ekkert smá sem kona þarf að undirbúa sig fyrir einn dag! Eins gott að ég verði svo glymrandi sæt og fín á brúðkaupsdaginn að fólk þurfi að taka will-save eða verða blindað.. eða þið vitið. Eitthvað.

Ég kom svo heim og bjó til lasagna að öllu leiti nema að setja það í ofninn. Svo mundi ég að heimurinn væri að farast og kíkti á mbl. Hann er víst þarna enn að mestu leiti. Held ég.

Ah.. buggrit. Ég er farin að horfa á Super Robot Monkey Team Hyperforce Go.

4.10.08

Ég held að ég vilji vera Skeletor frekar en He-Man þegar ég verð stór

Það verður mér sífellt ljósara að það væri talsvert skemmtilegra að vera vondur snillingur heldur en ofurhetja. Á meðan að ofurhetjurnar eru að þönum allan sólahringinn að bjarga heiminum og hjálpa gömlum konum yfir götuna, getur vondi snillingurinn sofið út og eytt svo tíma í að pæla í því hvort að rautt flauel eða svart latex eigi betur við hann þann daginn.

Vondi snillingurinn hefur líka úr fleiri tegundum af hlátrum að velja. Það er eitthvað sem skiptir miklu máli. Ha-Ha-Ha-ið sem að ofurhetjurnar eiga möguleika á nær bara vist langt. Stundum koma upp tilefni þar sem að ekkert annað en MUAHAHAHAHAW eða híhíhíhíhíhíhíhíhíiíííiíí dugar til.

Minionin (hmm.. íslenskum þetta sem snöggvast. Handbendin? Já, það er gott!) fyrir góðu gaurana eru líka af skornum skammti, þar sem að svona hefðbundið ofurhetjukerfi byggir á jafningjasamfélagi. Vondu snillingarnir geta valið mismunandi handbendi fyrir hvern dag ársins. Bara núna á meðan ég skrifa þessi orð dettur mér í hug fljúgandi ninja apar, skordýra vélmenni og microsoft forritarar.

Svo margir möguleikar.......