18.9.08

Það var allt sem ég vonaðist til að það yrði

Í dag rakst ég á poppbaunir á tilboði. Fram að þessu hefur poppgerð mín takmarkast algjörlega við örbylgjuofninn, en á meðan að ég stóð þarna og hélt baununum reikaði hugur minn aftur til tímans þegar örbylgjupopp var ekki á hverju strái. Ég man eftir að hafa staðið á tánum og hlustað á popp baunir springa út og lemjast utan í stóran pott og horfa á lokið á honum lyftast pínulítið öðru hvoru. Þegar ég snéri aftur í raunverulega heiminn voru baunirnar svo góðar sem seldar. Ég á nefnilega stóran pott með glerloki og stóreygð fór ég að velta fyrir mér hvernig það væri að horfa á poppbaunir poppast í beinni.

Rétt í þessu var ég að ljúka við fyrsta skammtinn. Þetta hófst á nokkrum mínútum af hálf leiðinlegri bið, en svo fóru baunirnar að surga og skoppa aðeins til.. og að lokum hófst poppunin. It was... beautiful!

Engin ummæli: