6.9.08

....og svo kom haust

Ég hef sagt áður að haustið sé mánudagur árstíðanna. Hingað til, hafa sumrin farið í að keyra um með opinn gluggann og ís í hendinni í sólinni, spóka sig í sundi og fara út á land eða til útlanda. Já.. og svo auðvitað vinna, en það eru oftast bara 8 klst á virkum dögum og svo fær kona borgað fyrir. Svo kemur haustið með skólabókalistanum sínum, alsberum trjám og skilaverkefnum.

Núna er mér bara alls ekkert eins illa við haustið og venjulega. Ég held áfram að vinna 8 tíma á virkum dögum og þarf ekkert að stressa mig á skóla. Í fyrsta skipti síðan ég var 4 að verða 5 þá er ég ekki í skóla á þessum tíma ársins.

Núna get ég bara hlakkað til. Afmælið mitt í október, brúðkaupið okkar í nóvember og svo Kúba og svo þegar ég kem heim þá eru jólin að fara að koma!

Í gær keyrðum við framhjá gulum trjám og mér fannst þau falleg.

Engin ummæli: