16.9.08

Hunangshnetukátínurnar reyndu að drepa mig

Rétt í þessu var ég smá svöng. Ég fann eitthvað honey nut cheerioes sem Einar sinn á (hann á líka lucky charms. A bullet dodged there). Þegar ég var ponsa fannst mér hunangshnetukátínur rosalega góðar og oft setti ég auka sykur á þær og allt. Núna borðaði ég nokkrar skeiðar, datt út í 10 mínútur út af "sugar induced coma". Svo endaði ég á því að henda þessu öllu. Djöfulsins viðbjóður. Þetta er svo sætt að ég hefði alveg eins geta borðað sykur beint upp úr karinu. Aaaaah.. ég er ennþá að fá skjálftaköst eftir þetta. Ég er pottþétt á því að fá fráhvörf á morgun!

Engin ummæli: