8.9.08

Ég á púsl og árbók

Það er með 1000 stykkja. Það er meira en milljón. Okay, kannski ekki. Mér finnst samt eins og það séu fleiri en milljón stykki í þessu, þar sem að það gengur ekkert rosalega hratt með þetta. Annars í tilefni þess að ég sé í svona retró afþreyjingu, þá skutla ég upp retró árbókarmyndum sem vinur minn internetið bjó til handa mér.

1958:
Einhver svaf með rúllurnar í hárinu fyrir þessa myndatöku og bróderaði munstrið á skyrtuna alveg sjálf. Persónulega finnst mér það hafa verið þess virði, nema ef vera skildi fyrir skallablettinn þarna hægra megin1960:
Kisugleraugun sem almennt klæða fólk ekki, fara mér bara prýðilega. Ég hugsa að ef ég ætti svona gleraugu myndi ég hætta í þessu tölvudóti og gerast bókasafnsvörður (and I dance dance dance, and I dance dance dance).1966:
Engin smá fylling í hárinu. 50 kall að það sé túberað hálfa leið til helvítis undir þessu öllu saman.1976:
Rúllurnar koma með "come-back" tæpum 20 árum seinna. Ég kann best við þessa mynd og þessa á undan, þar sem að ég fæ svona c.a. að halda mínu eigin höfuðlagi (sítrónuandlitinu)1984:
Áratugurinn þar sem enginn leit vel út og allir lögðu sig sérstaklega fram við það1992:
Ég get svo svarið að ég hef séð "fyrirmyndina" einhverstaðar. Ætli þetta sé vintage Uma eða eitthvað? Ég kannast voðalega mikið við þetta hár

Engin ummæli: