27.9.08

Ég er vísundur!

Ég hef oft farið í vísundaferðir áður, en í gær var fyrsta skiptið sem ég var sjálf vísundur. Það var frekar spes lífsreynsla. Tölvunördar frá bæði HR og HÍ komu í heimsókn og ég (og fleirri) spjallaði eitthvað smá á þau með clip-on microphone og allt. Eftir þetta allt saman var ég send út til að mingla og við fórum meira að segja nokkur niður á Ölver þar sem að vísindaferðin þeirra endaði. Ég talaði við fólk sem var t.d. fætt '86 og '87 og mér leið eins og ég væri rosalega rosalega fullorðin. Orðin vísundur og farin að tala við unga fólkið um hvernig lífið er í hinum stóra heimi eftir útskrift.

P.s. Nei! Ég söng ekki.

Engin ummæli: