3.9.08

Dansidansi Óskin mín

Ég var að dansa inni í stofu með tilheyrandi hoppum, impressive danssporum og mjaðmahnykkjum og svona einstaka breikdans múvi. Veröldin missti af mikilli dansdrottningu þegar ég fór í fimleika í staðinn fyrir jazzballet eða eitthvað skal ég segja ykkur. Allavega. Helmingurinn var að ganga frá inni í eldhúsi, svo stundum dansaði ég inn til hans og tók jazzhands eða nokkur spor að handahófi áður en ég dansaði aftur inn í stofu.

Þegar hann kom svo úr eldhúsinu ákvað ég að draga fram stóru byssurnar og tók allsvakalega dansspora samsetningu með snúningum, hoppum á annari löpp og fleirra.

Hann: "How you're just showing off".

Það var um það bil þá sem ég ofmetnaðist og gróf of langt aftur í reynslubankann.

Hann: "The 90's called. They want their moves back".

Skrambinn! Kona á alltaf að hætta á toppnum. Ég hefði bara átt að skutla mér á hnén og enda samsetninguna á einu góðu slidei yfir gólfið og kalla þetta gott frekar en að draga fram 93 diskótekasporin.

Engin ummæli: