10.9.08

Að búa á Íslandinu

Einar minn á afmæli í dag. Líka Daði bróðir. Veiii til hamingju þeir! :o)

Eins og í mörgum vinnum, er hefð í vinnunni hans Einars að koma með köku við slík tilefni. Mín vinna er svo stór að það nægir að koma með eina köku bara fyrir hópinn sinn. Einars vinna er minni, svo þrjár kökur eru möst, þar sem að allur vinnustaðurinn þarf að vera memm. Ég gat ekki hugsað mér að borga nálægt fimm stafa tölu fyrir þrjár kökur frá Jóa Fel, þannig að í gærkvöldi var ég að baka epla, franska og sjónvarps. Þetta var ekki vegna þess að ég var að vera dugleg eða myndarleg. Þetta var næstum alfarið vegna þess að ég hef bara ekki ennþá vanist verðlaginu hérna. Ég lendi í því öðru hvoru að ég get bara ekki hugsað mér að borga uppsett verð fyrir einhvern hlut úti í matvörubúð, svo ég sleppi honum bara. Ég hef heyrt að það taki upp í eitt og hálft ár að venjast þessu. Ég ætti að vera um það bil hálfnuð núna!

Engin ummæli: