30.9.08

Hvað eru mörg "usability" í því?

Ég er svo stolt að ég gæti grátið. Usabilitymaðurinn sem kenndi mér usability í usability kúrsinum í usability landinu í usability bænum (okay.. kannski aðeins of mörg "usability" þarna. Got a little carried away) fyrir 2 árum síðan, var biðja um að nota usability skýrsluna okkar Gúnda sem dæmi um sérstaklega glæsilega usabilty skýrslu. Þannig getur fólk sem er ekki næstum því eins usable og við lært hvernig það eigi að bera sig að. Dýrðardagur!

29.9.08

Spáin er rosaleg

Verðbólga og frost. Verst að eiga ekki fleiri verðbréf sem væri hægt að kveikja í og ilja sér á, svona fyrst að það á að hækka hitann.

27.9.08

Ég er vísundur!

Ég hef oft farið í vísundaferðir áður, en í gær var fyrsta skiptið sem ég var sjálf vísundur. Það var frekar spes lífsreynsla. Tölvunördar frá bæði HR og HÍ komu í heimsókn og ég (og fleirri) spjallaði eitthvað smá á þau með clip-on microphone og allt. Eftir þetta allt saman var ég send út til að mingla og við fórum meira að segja nokkur niður á Ölver þar sem að vísindaferðin þeirra endaði. Ég talaði við fólk sem var t.d. fætt '86 og '87 og mér leið eins og ég væri rosalega rosalega fullorðin. Orðin vísundur og farin að tala við unga fólkið um hvernig lífið er í hinum stóra heimi eftir útskrift.

P.s. Nei! Ég söng ekki.

24.9.08

Einn af þessum dögum..

Vá hvað ég var buguð í dag. Þetta var svona einn af "þessum" dögum í dag. Það var einhvern veginn allt ómögulegt, erfitt og allskonar vesenis hlutir að koma upp. Undir lokin var ég nánast komin á það level að ég var tilbúin að slíta annan handlegginn að næstu manneskju sem kæmi við mig og lemja viðkomandi með honum.

Úúúúff..

Mér líður talsvert betur núna. Búin að fá knús, kúr, guitar hero og söbba.

21.9.08

Bíddubíddubíddu

Getur einhver sagt mér af hverju String Emil var að bæta mér sem vini á facebook? Ég hef ekkert spjallað við hann síðan ég var í HR og einhver gleymdi að læsa tölvunni sinni..

20.9.08

Í gær var ég dregill/barefli/kylfusnót

Ég lét mig hafa 18 holur í pilsi, rigningu og roki með hálfan bar á bakinu. Ný lífsreynsla, en hreint ekki svo slæm.

18.9.08

Það var allt sem ég vonaðist til að það yrði

Í dag rakst ég á poppbaunir á tilboði. Fram að þessu hefur poppgerð mín takmarkast algjörlega við örbylgjuofninn, en á meðan að ég stóð þarna og hélt baununum reikaði hugur minn aftur til tímans þegar örbylgjupopp var ekki á hverju strái. Ég man eftir að hafa staðið á tánum og hlustað á popp baunir springa út og lemjast utan í stóran pott og horfa á lokið á honum lyftast pínulítið öðru hvoru. Þegar ég snéri aftur í raunverulega heiminn voru baunirnar svo góðar sem seldar. Ég á nefnilega stóran pott með glerloki og stóreygð fór ég að velta fyrir mér hvernig það væri að horfa á poppbaunir poppast í beinni.

Rétt í þessu var ég að ljúka við fyrsta skammtinn. Þetta hófst á nokkrum mínútum af hálf leiðinlegri bið, en svo fóru baunirnar að surga og skoppa aðeins til.. og að lokum hófst poppunin. It was... beautiful!

17.9.08

Ný lífsregla

Um helgina keyptum við klósettpappír í Europris sem var merktur "extra soft". Lies.. ALL LIES!! Extra soft ef þetta væri sandpappír kannski. Við erum að spá í að hætta að nota hann sem slíkan þar sem að....

Lífið er of stutt fyrir óþægilegan klósettpappír

16.9.08

Hunangshnetukátínurnar reyndu að drepa mig

Rétt í þessu var ég smá svöng. Ég fann eitthvað honey nut cheerioes sem Einar sinn á (hann á líka lucky charms. A bullet dodged there). Þegar ég var ponsa fannst mér hunangshnetukátínur rosalega góðar og oft setti ég auka sykur á þær og allt. Núna borðaði ég nokkrar skeiðar, datt út í 10 mínútur út af "sugar induced coma". Svo endaði ég á því að henda þessu öllu. Djöfulsins viðbjóður. Þetta er svo sætt að ég hefði alveg eins geta borðað sykur beint upp úr karinu. Aaaaah.. ég er ennþá að fá skjálftaköst eftir þetta. Ég er pottþétt á því að fá fráhvörf á morgun!

Sooooldið sybbin

14.9.08

Bara 2 mánuðir!

Í brúðkaupið okkar sko. Úbbosí. Hvernig gerðist þetta? Best að fara að lemja ræktina ógeðslega fast.

10.9.08

Að búa á Íslandinu

Einar minn á afmæli í dag. Líka Daði bróðir. Veiii til hamingju þeir! :o)

Eins og í mörgum vinnum, er hefð í vinnunni hans Einars að koma með köku við slík tilefni. Mín vinna er svo stór að það nægir að koma með eina köku bara fyrir hópinn sinn. Einars vinna er minni, svo þrjár kökur eru möst, þar sem að allur vinnustaðurinn þarf að vera memm. Ég gat ekki hugsað mér að borga nálægt fimm stafa tölu fyrir þrjár kökur frá Jóa Fel, þannig að í gærkvöldi var ég að baka epla, franska og sjónvarps. Þetta var ekki vegna þess að ég var að vera dugleg eða myndarleg. Þetta var næstum alfarið vegna þess að ég hef bara ekki ennþá vanist verðlaginu hérna. Ég lendi í því öðru hvoru að ég get bara ekki hugsað mér að borga uppsett verð fyrir einhvern hlut úti í matvörubúð, svo ég sleppi honum bara. Ég hef heyrt að það taki upp í eitt og hálft ár að venjast þessu. Ég ætti að vera um það bil hálfnuð núna!

8.9.08

Ég á púsl og árbók

Það er með 1000 stykkja. Það er meira en milljón. Okay, kannski ekki. Mér finnst samt eins og það séu fleiri en milljón stykki í þessu, þar sem að það gengur ekkert rosalega hratt með þetta. Annars í tilefni þess að ég sé í svona retró afþreyjingu, þá skutla ég upp retró árbókarmyndum sem vinur minn internetið bjó til handa mér.

1958:
Einhver svaf með rúllurnar í hárinu fyrir þessa myndatöku og bróderaði munstrið á skyrtuna alveg sjálf. Persónulega finnst mér það hafa verið þess virði, nema ef vera skildi fyrir skallablettinn þarna hægra megin1960:
Kisugleraugun sem almennt klæða fólk ekki, fara mér bara prýðilega. Ég hugsa að ef ég ætti svona gleraugu myndi ég hætta í þessu tölvudóti og gerast bókasafnsvörður (and I dance dance dance, and I dance dance dance).1966:
Engin smá fylling í hárinu. 50 kall að það sé túberað hálfa leið til helvítis undir þessu öllu saman.1976:
Rúllurnar koma með "come-back" tæpum 20 árum seinna. Ég kann best við þessa mynd og þessa á undan, þar sem að ég fæ svona c.a. að halda mínu eigin höfuðlagi (sítrónuandlitinu)1984:
Áratugurinn þar sem enginn leit vel út og allir lögðu sig sérstaklega fram við það1992:
Ég get svo svarið að ég hef séð "fyrirmyndina" einhverstaðar. Ætli þetta sé vintage Uma eða eitthvað? Ég kannast voðalega mikið við þetta hár

6.9.08

....og svo kom haust

Ég hef sagt áður að haustið sé mánudagur árstíðanna. Hingað til, hafa sumrin farið í að keyra um með opinn gluggann og ís í hendinni í sólinni, spóka sig í sundi og fara út á land eða til útlanda. Já.. og svo auðvitað vinna, en það eru oftast bara 8 klst á virkum dögum og svo fær kona borgað fyrir. Svo kemur haustið með skólabókalistanum sínum, alsberum trjám og skilaverkefnum.

Núna er mér bara alls ekkert eins illa við haustið og venjulega. Ég held áfram að vinna 8 tíma á virkum dögum og þarf ekkert að stressa mig á skóla. Í fyrsta skipti síðan ég var 4 að verða 5 þá er ég ekki í skóla á þessum tíma ársins.

Núna get ég bara hlakkað til. Afmælið mitt í október, brúðkaupið okkar í nóvember og svo Kúba og svo þegar ég kem heim þá eru jólin að fara að koma!

Í gær keyrðum við framhjá gulum trjám og mér fannst þau falleg.

5.9.08

Hræsni? Það skildi þó aldrei vera...

Horfið samt, þetta er geðveikt fyndið og flott gert.

Update: Það var búið að taka youtube myndbandið út, en hérna er linkur á video sem virkar

4.9.08

Vonin..

Ég á plöntu. Hún heitir Róbert og er drekatré. Ég hef áður átt drekatré og þá batt ég vonir við að einn daginn myndi dreki vaxa á því, ekki ósvipað og epli gera á eplatrjám. Ég væri alveg til í að eiga minn eigin dreka. Allavega svo lengi sem að hann safnaði ekki saman öllu glansandi í húsinu og byggi til úr því haug sem hann kúrði á. Prinsessur mætti hann alveg veiða sér til matar, þar sem að ég er drottning og því ekki staðgóð máltíð fyrir vaxandi dreka.

Vonir mínar um drekaeign brotnuðu, brustu og var sópað undir teppi vonbrigðana fyrir nokkrum árum síðan. Núna horfi ég í áttina að Róberti og hugsa "ég veit það á ekki eftir að gerast..... en kannski gæti það gerst". Svona virkar vonin. Ég veit að það eru engar líkur á því (og sérstaklega ekki ef ég spila ekki með).. en kannski vinn ég í lottóinu í á laugardaginn. Kannski. Kannski tekur dreki á móti mér á morgun þegar ég kem úr vinnunni.

3.9.08

Rjómalagaður rostungur er ljúfengur!

Þú gerir hann alveg eins og rjómalöguð jarðaber, en í staðinn fyrir jarðaber...

Dansidansi Óskin mín

Ég var að dansa inni í stofu með tilheyrandi hoppum, impressive danssporum og mjaðmahnykkjum og svona einstaka breikdans múvi. Veröldin missti af mikilli dansdrottningu þegar ég fór í fimleika í staðinn fyrir jazzballet eða eitthvað skal ég segja ykkur. Allavega. Helmingurinn var að ganga frá inni í eldhúsi, svo stundum dansaði ég inn til hans og tók jazzhands eða nokkur spor að handahófi áður en ég dansaði aftur inn í stofu.

Þegar hann kom svo úr eldhúsinu ákvað ég að draga fram stóru byssurnar og tók allsvakalega dansspora samsetningu með snúningum, hoppum á annari löpp og fleirra.

Hann: "How you're just showing off".

Það var um það bil þá sem ég ofmetnaðist og gróf of langt aftur í reynslubankann.

Hann: "The 90's called. They want their moves back".

Skrambinn! Kona á alltaf að hætta á toppnum. Ég hefði bara átt að skutla mér á hnén og enda samsetninguna á einu góðu slidei yfir gólfið og kalla þetta gott frekar en að draga fram 93 diskótekasporin.

1.9.08

Om nom nom.. Grænt te með myntubragði

...smakkast ekki ósvipað og tannstöngull

Tannstönglar

Fólkið sem fann upp tannstöngla með oddum með myntubragði er sniðugt. Það hefur gert tannstönglaupplifun mína talsvert betri en þá með venjulegum tannstönglum. Spurning um að senda þeim aðdáandabréf.