30.8.08

Ég held að gulu, óskilgreindu pöddurnar séu með bólur í framan

Okay, ég er ekki með ofskynjanir.

Ég get ekki sofið affí ég er með vöðvabólgu og hausverk. Venjulega væri það ekkert hroðalega mikið issue að geta ekki sofið klukkan níu á laugardagsmorgnum, þar sem ég er orðin svona brjálæðislega fullorðin og ráðsett, en núna er bara ekkert svo langt síðan að ég skreið í bælið. Fyrst náttúrulega spjallaði ég við leigubílsstjóra eins og mér einni er lagið. Ég er ekki ennþá búin að fatta hver galdurinn er hjá mér við að finnast það góð hugmynd að sitja áfram í taxanum og skoða fjölskyldumyndir og eitthvað áður en ég dröslast út. Hey já. Þetta er í fyrsta skipti sem ég tek leigara í nýja kastalann. Það munaði minnstu að ég segði addressuna hjá foreldrunum þegar ég settist inn, sökum þess að ég tók ansi marga bíla umsemjanlegrar notkunar þangað back in the days.

En allavega. Ég skreið niður og upp í sófa eftir að hafa legið í rúminu í tæpan klukkutima án þess að sofna aftur. Ég kveikti, eðlilega, á morgunteiknimyndunum. Ég mynnist þess ekki í minni æsku að þessar teiknimyndir væru geypilega, geypilega vondar, með einum talsetjara pr. teiknimynd og litapallettunni takmarkaðri við sjö liti. Ég er eitthvað svo svikin. Ég sakna cartoon network.

Engin ummæli: