12.8.08

Sætó?

Áðan fór ég í strætó heim úr vinnunni, þar sem að bíllinn fer samferða Einari á morgnana og ég var í stuði til þess að hætta snemma. Ég hef ekki náðað íslenska gullvagna með tilvist minni síðan ég var 16 ára. Þessi strætó hét 19 og hann minnti helst á golden retriver, þar sem að hann var ljúfur og góður og... já.. gulur. Hann stoppaði ekkert voðalega langt frá vinnunni minni og alveg rétt hjá húsinu mínu, svo strætóferðin sjálf tók ekki nema 12 mínútur. Það er alveg spurning um að ég fari að slaka á strætófordómunum mínum. Reyndar gæti verið sterkur leikur að prófa aftur í ógeðslegu haustveðri og sjá hvernig mér lýst á hundblautan strætóinn þá.

Engin ummæli: