31.8.08

Skrambans IKEA

Af hverju er það svona langt í burtu? Ég þarf að kaupa krukkur og núna þarf ég að fara að leita að vegabréfinu mínu og eitthvað. Ég er búin að hringja í svona næstum því alla sem ég þekki, en það eru allir lasnir, uppteknir, í vinnunni eða í sumargústaf eða eitthvað. Ég þarf að keyra alein alla leiðina þangað og berjast alein í gegnum hafsjó af fólki sem flytur inn í IKEA um helgar og.. og. ALLT.

Spurning um að stofna undirskriftalista um að fá IKEA aftur í Holtagarða.

Engin ummæli: