13.8.08

Mátuð!

Þá eru nokkrir brúðarkjólar búnir að máta mig. Ég held að ég geti ekki sagt að ég hafi mátað þá, þar sem að þetta eru svo gífurlega massív mannvirki. Fyrir flesta var ég meira að segja í burðarvirki undir. Það kom mér sérstaklega að óvart að ég leit bara ekkert út eins og Michelin maðurinn í þeim. Margir eru hannaðir þannig að þeir draga úr því sem þykir miður glæsilegt og ýkja það sem þykir æskilegt að hafa mikið af. Í einum leit ég til dæmis niður og sá að ég var kominn með barm á stærð við Pamelu Anderson. Ég potaði meira að segja í hann til að vera viss um hvort að ég ætti þetta allt saman.

Núna er ég orðin alveg kex rugluð og plan mitt um að vera í plain, ó-marengslegum kjól er í mikilli hættu.

Engin ummæli: