19.8.08

Kindur

Á laugardaginn vaknaði ég og leit út um gluggann. Tvær kindur horfðu á mig til baka og jöppluðu á grasi á merkilega afslappaðan og svalan máta. Það var ekkert smá vinalegt. Ég var sem sagt úti í sveit. Ég veit ekki hvenær kindur voru síðast að strötta í Ártúnsholtinu, en mér finnst að hverfið ætti að fá sér eina eða tvær hverfiskindur.

Einu sinni reyndi ég að sannfæra Einar um að við ættum að fá okkur kusu, því þær eru svo rosalega vinalegar. Hann er ekki alveg sammála. Það er vond lykt af þeim og svona, en pæliði í því! Ég þyrfti aldrei að slá aftur, plús hún ber á garðinn alveg sjálf.

Engin ummæli: