31.8.08

*HOPP*

Ég er löt og ég á nýjar legghlífar og nýja spöng. Ég keypti mér bæði í gær og fattaði hvað það er langt síðan ég hef keypt mér eitthvað (fyrir utan 400 króna bleiku balletinniskóna úr Tiger). Needless to say þá er ég þrammandi um í báðu.

*hopp*

Einar: Ertu að fá þér dnammi í dmorgundmat? (hann er sko voðalega kvefaður og lasinn greyjið)

Ég: (skömmustuleg) Jáááááv..

Það er nammidagur. Venjulega ætti slíkur dagur að vera á laugardögum, en ég flutti hann. Ég get gert svoleiðis vegna þess að þegar það kemur að nammidögunum mínum, þá er ég alvaldur og einráður. AðalÓsk!

*hopp*

Á morgun er ég að fara í þriðja skiptið í heimsókn í brúðarkjólaleigu. Nei, eiginlega fjórða, því að ég fór líka í eina aðra þar sem að ég hrökklaðist út eftir að brúðarkjólaleigu- og sölukvendið hálfpartinn skammaði mig nokkrum sinnum fyrir að vita ekki upp á hár hvað ég vildi. Ég nenni ekki að vera skömmuð eins og smástelpa af manneskju sem ég er að fara að gera mig líklega til að borga einhverja tugi þúsunda til. Bugger that for a game of soldiers! Fyndið líka því að ég var að spjalla við Þóreyju og sama brúðarkjólaleigu- og sölukvendi tók þennan pakka á hana líka. Er sumu fólki illa við peninga?

Go team Brúðarkjólaleiga Dóru! Það er þar sem ég ætla að valsa um á nærbuxunum einu sinni enn, fyrir framan hálf ókunnuga kvenmenn, sem eru samt svo voðalega indælar og pro yfir þessu öllu saman að það er ekkert erfitt. Það eina sem er erfitt er að finna nægilega siðsamlegar nærbuxur alltaf. Það er ekki mjög glæsilegt að flasha rasskinnum framan í aumingja stelpurnar í lengri tíma.

Núna á að mæla mig í bak og fyrir, svo að það sé hægt að breyta kjólnum sem ég ætla að kaupa svoleiðis að hann passi eins spandex á skíðakappa. Þá dregst hann inn á réttum stöðum, ýtir réttum hlutum upp og púffar út á réttum stöðum og skiptist þannig á að ýkja og fela það sem ég á frá náttúrunnar og haribo hendi!

Engin ummæli: