9.8.08

Heppin ég að vera smáfætt!

Í dag áskotuðust mér glæsilegir inniskór. Þeir eru af stærðinni 34-36 og eru líklega ætlaðir fyrir litlar stelpur, þar sem að þetta var allra stæðsta stærðin sem þeir fengust í. Þeir eru eins og ballerínuskór úr bleiku, mjúku efni, með bleikri slaufu og glansandi bleikum pallíettum. Þessir skór kostuðu ekki nema 400 krónur í Tiger. Úrvalsskór á öndvegiskjörum!

Í dag er ég búin að vera að skoppa um í skónum og reglulega dilla þeim í áttina að eða fyrir framan Einar til þess að minna hann á að ég eigi svona fína skó. Áðan þegar ég lág uppi í sófa með skóna út undan teppinu gerði ég mér grein fyrir því að oft þarf ekki mikið til að gera daginn góðan. Ég íhugaði að sofa í þeim, en ákvað svo að sleppa því, þar sem að ég vil ekki svitna á tásunum.

Engin ummæli: