25.8.08

Gítarhetja

Í lengri tíma hef ég suðað í Einari um að við ættum að fá okkur Guitar hero. Það var ekki fyrr en síðustu helgi sem okkur var boðið í grill, gítarhetju og pool heim til Natta að mér tókst að sannfæra hann.

Núna eigum við okkar eigin leik og á meðan ég skrifa þetta er Einar í gítareinvígi við þann hníflótta sjálfan, ekki ósvipað og í the devil went down to Georgia eða Tenacious D.

Sjálf hef ég prófað nokkrum sinnum og ég get bara alveg sagt ykkur að ég er gáttuð á því að the Stones, the Killers, Ozzie og fleirri góðir gaurar séu ekki enn búnir að hringja í mig og biðja mig um að vera gítarleikari fyrir þá. Áhorfendurnir kunna allavega vel að meta þetta get ég sagt ykkur og ég efast um að heill hafsjór af teikniðum guitar hero aðdáendum hafi rangt fyrir sér!

Engin ummæli: