31.8.08

Ég var að jamma

Sko.. þá meina ég "the act of making jam" eða "sulta" upp á góða íslensku. Reyndar hefði ég notað gæsir niðri, gæsir uppi ef þetta væri góð íslenska, en fyrst ég er ekki með talnaborð, þá er ég ekkert að stressa mig á því.

Ég týndi slatta af rifsberjum hjá foreldrunum og sultaði svo úr þeim eins og besta 50's húsmóðir. Eða bjó til "gel" sko. Rifsberjahlaup eða eitthvað. Helmingurinn er venjulegur og svo gerðist ég skapandi og skellti xylitoli í staðinn fyrir sykur í hinn helminginn. Þetta lítur bara ansi vel út hjá mér þó ég segi sjálf frá. Núna þarf ég bara að láta mér detta í hug hvernig hægt er að nýta þetta allt saman (6 og hálf krukka).

Engin ummæli: