12.8.08

Brúðarkjólamátun

Á morgun er ég að fara í brúðarkjólamátun. Vala, sem pantaði meira að segja tímann fyrir mig verður mér til halds og trausts og mun vonandi segja mér ef ég lít út eins og mjólkurbíll eða marengskaka í einhverri múderingunni. Ef við værum í Júsa væri hún sko þokkalega "maid of honor" og fengi einhvern óklæðilegan myntugrænan kjól til þess að skella sér í, svo a) hún out-shinei mig ekki og b) ég líti vel út í samanburði, allt eins og lög gera ráð fyrir.

Brúðarkjólar hræða úr mér líftóruna, ef ekki væri nema bara fyrir þær sakir að það eru svo skrambi margir af þeim til. Ef þeir bara vildu gætu þeir tekið yfir heiminn og við gætum ekki gert neitt til þess að stöðva þá. Venjulega endist ég í nokkrar mínútur í að googla brúðarkjóla, en þarf svo ég að leggjast fyrir og setja ísmola á hausinn sökum skyndilegs valkvíðakasts.

Engin ummæli: