20.7.08

Íþróttameiðsl!

Ég var lamin í klessu með lurkum. Í gær var Þórey gæsuð. Þar sem að gæsunin fór fram aðeins viku fyrir brúðkaupið var ákveðið að það yrði ekki gert neitt sem væri of líklegt til þess að valda marblettum eða beinbrotum. Dagurinn byrjaði því á súludansnámskeiði (pole fitness sem sagt. Kona fer ekkert úr fötunum eða neitt svoleiðis), en það þótti ekki líklegt til þess að valda nokkrum skaða. Ég get alveg sagt ykkur að ég hef nýja virðingu fyrir strípikvendum, þar sem að þetta súludansdót er alveg meira en að segja það. Það tekur bara nokkuð mikið á að halda sér uppi á lærvöðvunum einum saman á meðan maður hangir á hvolfi á súlunni og whatnot. Hnén á mér eru þakin marblettum og ég er með harðsperrur. Áður en að marblettirnir fóru að sameinast eins og kvikasilfurstortrímandinn í Terminator 2 taldi ég 18 stykki í kringum eða á hnjánum. Masókistinn ég googlaði strax þegar ég vaknaði í morgun hvað svona námskeið kosta og get bara alveg hugsað mér að láta reyna frekar á þetta.

Anyways.. Gæsunin var bara rosalega skemmtileg og það var ekkert gert mikið meira til þess að stefna lífi hennar í hættu, heldur fundinar aðrar leiðir til þess að níðast lítilega á henni greyjinu. Reyndar föttuðum við þegar hún var berfætt og komin hálfa leiðina upp tré á Ingólfstorgi að hugsanlega væri slíkt ekkert of sniðugt svona skömmu fyrir stóra daginn og tjúnuðum aðeins niður líkamlega partinn eftir það. Reyndar, núna þegar ég skrifa þetta þá geri ég mér grein fyrir því að hún var aldrei látin sýna hvað hún lærði á námskeiðinu á stöðvunar- eða biðskildum eins og stelpan sem var að kenna lagði til. Curses!

Engin ummæli: