28.7.08

Ég fór.. ég gerði.. ég var

Á föstudaginn bjuggum við Vala til sushi eins og færustu sushigerðakonur (eins og færustu sushigerðakonur eftir nokkrar flöskur af einhverju sterku. Ekki það að við höfum drukkið nokkrar flöskur af einhverju sterku.. ég átti bara við.. já.. þið skiljið mig). Sushi-ið var líka geypilega gott alveg og ég fékk bara þvílíka hugljómun. Af hverju að borga 300 kall fyrir einn bita af einhverju á veitingastað þegar það er hægt að búa til nægilega mikið sushi til þess að fæða heilt heimili í heilt ár fyrir sama pening?

Á laugardaginn fórum við í brúðkaupið hjá Helga og Þórey. Það var alveg sérstaklega glæsilegt hjá þeim og þau voru svo sæt og fín að annað eins hefur bara ekki sést! Svo var svo góð brúðarkaka/giftingarkaka/brúðkaupskaka.. (hvað í skrambanum heitir þetta eiginlega?) að mallinn í mér er ennþá að mala.

Á sunnudaginn gerði ég ekkert. Ekkert mikið allavega. Það er ekki þar með sagt að ég hafi verið illa farin eftir óendanleaga magnið af áfengi sem var í boði í veislunni daginn áður, af svo mörgum tegundum að það var ekki einu sinni nóg að fara úr skónum til þess að telja þær allar. Ég er svo andskoti hófsöm alltaf. Það voru meira bara sunnudagskósíheit. Sunnudagar til... þess að gera ekki nokkurn skapaðan hlut annan en að skoða sólina og leifa henni að skoða sig til baka.. Hmmm.. það stuðlar ekki. skrambinn!

Jæja. Klukkan orðin of margt til þess að póska. Þig eigið eitthvað sniðugt pósk inni hjá mér bara.

I.O.U. - eitt sniðugt pósk

Engin ummæli: