5.7.08

Ég er að reyna að vera myndarleg

Ég er búin að vera að bisast við að sauma kjól. Saumavélin mín er vinalegri en allar aðrar saumavélar sem ég hef komist í kynni við (fyrir utan daihatsu charadeinn minn, hann Dodda litla, sem ég átti í menntó. Það var líka vinaleg saumavél) og ég hef ekkert við hana að sakast. Hins vegar eru hæfileikar mínir sem saumakvendis ekkert til þess að halda veislu útaf. Ég er að búa til 50's legan kjól fyrir "morðkvöld" sem við ætlum að hafa næstu helgi. Það verður gaman að sjá hvernig skrípið kemur til með að líta út. It's aliiiiiive.. it's alihihihihiiiive!

Engin ummæli: