13.7.08

Dramatískar líkútlínur á pallinum..

Það eru ennþá tapeaðar útlínur af "líki" úti á palli hjá okkur. Ef það væri ekki rigning væri ég búin að skottast út og rífa tapeið upp. Það er frekar spes að sjá þessar útlínur í svona dramatískri stellingu í hvert skipti sem ég lít út um gluggann.

Það var sko enginn myrtur í alvörunni, þetta átti bara að tákna hann Tom Dooley, sem var þykjustu fórnarlambið á morðkvöldinu okkar. Hann átti að hafa verið myrtur með grillgaffli, sem er sérstaklega fyndið því að þegar við fórum að skoða grillgaffallinn okkar kom í ljós að hann var ennþá með einhverjum plast-töppum á endunum. Öryggið var á!

Það var svaka gaman og allskonar óvænt og ekki-svo-óvænt twist á söguþræðinum. Ég var Mrs. Kansas City 1959 og var með svo mikið meiköpp að andlitið á mér var 10 kílóum þyngra en venjulega.. Já! "Heavy is the head that wears the crown" er ekkert bara út af kórónunni sjálfri sko. Hún var bara nokkur gröm af plasti og glimmeri.

Annars fórum við á Hancock í gær. Hún var alveg ágæt en skilur svo sem ekki mikið eftir sig.

Engin ummæli: