28.7.08

Ég fór.. ég gerði.. ég var

Á föstudaginn bjuggum við Vala til sushi eins og færustu sushigerðakonur (eins og færustu sushigerðakonur eftir nokkrar flöskur af einhverju sterku. Ekki það að við höfum drukkið nokkrar flöskur af einhverju sterku.. ég átti bara við.. já.. þið skiljið mig). Sushi-ið var líka geypilega gott alveg og ég fékk bara þvílíka hugljómun. Af hverju að borga 300 kall fyrir einn bita af einhverju á veitingastað þegar það er hægt að búa til nægilega mikið sushi til þess að fæða heilt heimili í heilt ár fyrir sama pening?

Á laugardaginn fórum við í brúðkaupið hjá Helga og Þórey. Það var alveg sérstaklega glæsilegt hjá þeim og þau voru svo sæt og fín að annað eins hefur bara ekki sést! Svo var svo góð brúðarkaka/giftingarkaka/brúðkaupskaka.. (hvað í skrambanum heitir þetta eiginlega?) að mallinn í mér er ennþá að mala.

Á sunnudaginn gerði ég ekkert. Ekkert mikið allavega. Það er ekki þar með sagt að ég hafi verið illa farin eftir óendanleaga magnið af áfengi sem var í boði í veislunni daginn áður, af svo mörgum tegundum að það var ekki einu sinni nóg að fara úr skónum til þess að telja þær allar. Ég er svo andskoti hófsöm alltaf. Það voru meira bara sunnudagskósíheit. Sunnudagar til... þess að gera ekki nokkurn skapaðan hlut annan en að skoða sólina og leifa henni að skoða sig til baka.. Hmmm.. það stuðlar ekki. skrambinn!

Jæja. Klukkan orðin of margt til þess að póska. Þig eigið eitthvað sniðugt pósk inni hjá mér bara.

I.O.U. - eitt sniðugt pósk

20.7.08

Íþróttameiðsl!

Ég var lamin í klessu með lurkum. Í gær var Þórey gæsuð. Þar sem að gæsunin fór fram aðeins viku fyrir brúðkaupið var ákveðið að það yrði ekki gert neitt sem væri of líklegt til þess að valda marblettum eða beinbrotum. Dagurinn byrjaði því á súludansnámskeiði (pole fitness sem sagt. Kona fer ekkert úr fötunum eða neitt svoleiðis), en það þótti ekki líklegt til þess að valda nokkrum skaða. Ég get alveg sagt ykkur að ég hef nýja virðingu fyrir strípikvendum, þar sem að þetta súludansdót er alveg meira en að segja það. Það tekur bara nokkuð mikið á að halda sér uppi á lærvöðvunum einum saman á meðan maður hangir á hvolfi á súlunni og whatnot. Hnén á mér eru þakin marblettum og ég er með harðsperrur. Áður en að marblettirnir fóru að sameinast eins og kvikasilfurstortrímandinn í Terminator 2 taldi ég 18 stykki í kringum eða á hnjánum. Masókistinn ég googlaði strax þegar ég vaknaði í morgun hvað svona námskeið kosta og get bara alveg hugsað mér að láta reyna frekar á þetta.

Anyways.. Gæsunin var bara rosalega skemmtileg og það var ekkert gert mikið meira til þess að stefna lífi hennar í hættu, heldur fundinar aðrar leiðir til þess að níðast lítilega á henni greyjinu. Reyndar föttuðum við þegar hún var berfætt og komin hálfa leiðina upp tré á Ingólfstorgi að hugsanlega væri slíkt ekkert of sniðugt svona skömmu fyrir stóra daginn og tjúnuðum aðeins niður líkamlega partinn eftir það. Reyndar, núna þegar ég skrifa þetta þá geri ég mér grein fyrir því að hún var aldrei látin sýna hvað hún lærði á námskeiðinu á stöðvunar- eða biðskildum eins og stelpan sem var að kenna lagði til. Curses!

17.7.08

Einu sinni verður..

Einn daginn á hallarturninn eftir að vera losaður við kassa, sundurlimuð húsgögn og ferðatöskur. Annan daginn mun húsgögnum og öðrum drottningarvænum hlutum verða bætt þar við og þá get ég drekkt mér í sköpun. Verð svo skapandi að hugmyndir leka út um eyrun á mér hraðar en hlaupagaukar í íþróttaskóm....

13.7.08

Dramatískar líkútlínur á pallinum..

Það eru ennþá tapeaðar útlínur af "líki" úti á palli hjá okkur. Ef það væri ekki rigning væri ég búin að skottast út og rífa tapeið upp. Það er frekar spes að sjá þessar útlínur í svona dramatískri stellingu í hvert skipti sem ég lít út um gluggann.

Það var sko enginn myrtur í alvörunni, þetta átti bara að tákna hann Tom Dooley, sem var þykjustu fórnarlambið á morðkvöldinu okkar. Hann átti að hafa verið myrtur með grillgaffli, sem er sérstaklega fyndið því að þegar við fórum að skoða grillgaffallinn okkar kom í ljós að hann var ennþá með einhverjum plast-töppum á endunum. Öryggið var á!

Það var svaka gaman og allskonar óvænt og ekki-svo-óvænt twist á söguþræðinum. Ég var Mrs. Kansas City 1959 og var með svo mikið meiköpp að andlitið á mér var 10 kílóum þyngra en venjulega.. Já! "Heavy is the head that wears the crown" er ekkert bara út af kórónunni sjálfri sko. Hún var bara nokkur gröm af plasti og glimmeri.

Annars fórum við á Hancock í gær. Hún var alveg ágæt en skilur svo sem ekki mikið eftir sig.

8.7.08

Veiii skúffur

Addi gaf mér skúffur. Addi er besti vinur minn. I'm moving up in the world. Ekki bara með ruslatunnu og fótskemil lengur!

5.7.08

Ég er að reyna að vera myndarleg

Ég er búin að vera að bisast við að sauma kjól. Saumavélin mín er vinalegri en allar aðrar saumavélar sem ég hef komist í kynni við (fyrir utan daihatsu charadeinn minn, hann Dodda litla, sem ég átti í menntó. Það var líka vinaleg saumavél) og ég hef ekkert við hana að sakast. Hins vegar eru hæfileikar mínir sem saumakvendis ekkert til þess að halda veislu útaf. Ég er að búa til 50's legan kjól fyrir "morðkvöld" sem við ætlum að hafa næstu helgi. Það verður gaman að sjá hvernig skrípið kemur til með að líta út. It's aliiiiiive.. it's alihihihihiiiive!