22.6.08

Stelpukvöld

Í gær vorum við Vala með fyrsta stelpukvöldið okkar vonandi af mörgum. Allavega var planið að hafa þetta 1x í mánuði give or take. Við borðuðum jarðaber dýfð í súkkulaði í forrétt, grillaða nautalund og folaldakjöt með rauðvíni og allskonar fínu meðlæti í aðalrétt og fengum okkur eplapæ og döðlubitaköku og drukkum hvítvín með í eftirrétt (já, ég er svona 15 kg. þyngri í dag en í gær). Svo gerðum við ýmislegt dömulegt eins og að setja á okkur andlitsmaska, gefa okkur handsnyrtingu og horfa á Conan the destroyer (gömul Schwarzenegger mynd þar sem hann lítur út eins og He-Man og lemur mann og annan með sverðinu sínu). Við komumst nefnilega að þeirri niðurstöðu að stelpumyndir höfða ekki mikið til okkar, svo stelpukvöldin eiga að samanstanda af góðum mat, stelpudúlleríi og töffaramynd. Go team us!

Engin ummæli: