11.6.08

Ég sló hann!

Beint í grasið. Garðinn sko. Þetta var í fyrsta skipti sem ég slæ minn eigin garð. Það var eiginlega komið svo að við vorum orðin hrædd um að hann yrði fyrri til og slægi okkur fyrst. Það eða apar, blóðsugur og önnur regnskógardýr myndu flytja inn. Allavegana þá unnum við. Ég þurfti að fara tvær umferðir yfir hann og afraksturinn er tveggja svarta ruslapokavirði af grasi, stráum og sóleyjum.

Ha-HA! Ég er viss um að hann hugsar sig tvisvar um áður en hann lætur sér vaxa svona mikið gras aftur. Skrambans hippi!

Engin ummæli: