19.6.08

Það dansar núna um garðinn og blakar vængjunum.

Mér finnst það svo gaman að eiga verönd og mér finnst svo gaman að eiga gasgrill sem getur verið á veröndinni. Við ætluðum að kaupa það í ofur góða veðrinu sem var á þjóðhátíðardaginn, en það var ekki sent heim til okkar fyrr en seint í gær (skiljanlega). Ég stóð úti áðan og grillaði lambafillet, vegna þess að okkur fannst að fyrsta grillunin ætti að vera velmegunarleg. Það var svo gott að ég hljóp út strax eftir matinn og kyssti grillið á lokið sitt og klóraði því á bakvið gaskútinn.

Engin ummæli: