31.5.08

Menn og konur.. Eða eitthvað svoleiðis

Við notum oft "steinn, skæri, blað" til þess að leysa einföld ágreiningsmál eins og hvort okkar fær sér einn bjór og hvort keyrir.. eða hvort svarið við spurningu í trivial við notum ef við erum saman í liði og ósammála um hverju eigi að svara. Á fimmtudaginn gripum við einmitt til þessa þegar við vorum að ákveða hvort nafnið okkar kæmi á undan í röðinni á hurðaskiltið sem við vorum um það bil að panta. Ég vann. Strákurinn sem var að afgreiða sagði "hva, ég hélt að kallinn væri alltaf fyrst!". Ég held samt að hann hafi meira verið að stríða okkur.

En svona, come to think of it, þá held ég að það sé almennt reglan. Einhver sagði "þá gæti einhver haldið að þú værir einstæð móðir" og ég sagði "og hvað með það?".

Annars hef ég mikið verið að velta fyrir mér alskyns kven- og karllægum heitum. Það var ekki fyrr en nýlega sem ég gerði mér grein fyrir því að það er talið aldeilis eðlilegt að kona sé ráðherra, forstjóri eða stjórnarmaður, en það er afskaplega fátítt að karlmenn séu í störfum með kvenlægum titli (svona miðað við það að fólk noti orðin "hjúkrunarfræðingar" og "flugþjónar" í stað "hjúkrunarkonur" og "flugfreyjur" þ.e.). Mér finnst það bara alveg réttlætanlegt að breyta starfsheitum sem miða við kyn eftir því hvers kyn manneskjan er sem sinnir starfinu.. Ráðfrú, forstýra eða stjórnarkona. Af hverju ekki? :o)

Engin ummæli: