31.5.08

Tveir símar og jarðepli

Við vorum að kaupa okkur undursamlegt, þráðlaust símasett. Það leysir að minnsta kosti þrjú vandamál.

1.Það er hægt að labba um húsið og tala í símann í einu. Þannig hefði ég t.d. geta notað heimasímann til þess að hringja í þjónustuver Glitnis í gær í þeim tilgangi að spurja þá hvers vegna mér væri ekki að takast að fá aðgang að reikningi okkar Einars í gegnum heimabankann, á meðan ég væri staðsett beint fyrir framan tölvuna. Til gamans má geta að ég má leggja launin mín inn á reikninginn og draga af honum monnís, en ég má EKKI skoða hann á heimabankanum án þess að við förum og undirritum samning, því bizzaro world superman sagði þeim líklega að það meikaði sense.

2. Símarnir koma í veg fyrir það að ég þurfi að spretta fram úr bælinu á laugardögum og brussast niður stigann í ósiðsamlega fáum fötum og með tilheyrandi rassaköstum, þegar foreldrarnir hringja at the crack of noon og bjóða okkur í mat. Þetta kemur einnig í veg fyrir það að nágrannarnir hafi stanslausar áhyggjur af því að enn einn jarðskjálftinn sé byrjaður og að myndir skekkist á veggjunum hjá okkur.

3. Það er hægt að hringjast á milli innanhúss, en það hefur þau áhrif að við þurfum ekki að kaupa talstöðvarnar sem við höfðum íhugað að fjárfesta í til þess að spjalla saman á milli hæða (koma í veg fyrir hefðbundin "millihæðaöskur").

Allavegana...

Ég: Óskin númer eitt, Óskin númer tvö, Óskin númer þrjúfjögurfimmsexsjööö!
Einar: Hah-hah. Ertu númer tvö?
Ég: Óskin númer eitt, Einar númer tvö, Óskin númer þrjúfjögurfimmsexsjööö!
Einar: NEI! Þú ert númer tvö. Einar númer eitt, óskin númer tvö. Óskin númer tvötvötvötvötvö!

Ég! Hey! Farðu niður. Ég ætla að prófa að hringja í hinn símann. Eftir smá spjall og hringingar fram og til baka bið ég hann um að kíkja númer hvað síminn sem hann var að tala í væri.....

I've still gotz it.

Já og p.s. Þið ykkar sem eruð skýr eins og kristall hafa gert ykkur grein fyrir því að það er engin kartafla. Mér fannst tiltillinn bara þurfa eitthvað... auka.

Engin ummæli: