3.5.08

..og í hallarturninum horfi ég yfir fjöll og fyrnindi og stari niður dreka í fjarska...

Í gær fluttum við drottningamaðurinn í nýju höllina okkar, þessa með hallarturninum sko. Síðustu mánuði hafa staðið yfir svo miklar endurbætur hjá okkur að jörðin hefur skolfið. Ég hef slegið um mig með bor í annari, rörtöng í hinni og ropað eins og iðnaðarmaður. Okay, ekki ropað reyndar, en hitt er alveg satt.

Núna eru kassar út um allar trissur og engin húsgögn til að tala um, fyrir utan flugmóðursskipið, en því var blótað í sand og ösku af vöskum karlmönnum sem börðu í kassann og buðu fram aðstoð sína við búferlaflutningana. Rétt í þessu er ég í heimsókn í gamla kastalanum, þar sem að enn standa yfir samningar við netfólk á nýja staðnum. Við komum hingað til þess að athuga dýptina á peningageymnum okkar til þess að áætla hversu mikið við ætlum að kaupa af húsgögnum. Einkar spennó!

Engin ummæli: