1.5.08

Hásætið endurheimt!

Í síðustu vikur hef ég farið huldu höfði. Drottningunni sjálfri var steypt af stóli og ég hef unnið að því að sölsa undir mig völdin að nýju! Eftir endalaust marga tölvupósta, tár og frekjuköst tókst mér að troða rassinum aftur í hásætið og ég mun nú sitja sem fastast. Reyndar hef ég tryggt mér að butt-groove-ið mitt fari ekki aftur í klessu næstu tíu árinn takk fyrir. Það var eitthvað ónáttúrulegt við að sjá aumingja lénið mitt hneppt í þrældóm og verandi að auglýsa vínekrur í Kaliforníu.

Ég saknaði þess að skrifa ykkur. Og mér. Hugsanlega meira mér en ykkur.

Engin ummæli: