5.5.08

Hamfarir!

Eins og í öllum góðum drottningarríkjum (af hverju konungsríkjum?) hefur gengið á með ýmiskonar hamförum síðan nýja höllin var vígð. Við erum að tala um flóð, skort og atlögu að lífi sjálfrar drottnigarinnar.

Á mannamáli er þetta einhvern vegin svona: Þvottavélin flæddi yfir bakka sína. Okay.. of epic. Af-falls barkinn datt úr sambandi og það flæddi svo mikið vatn yfir baðherbergisgólfið að við þurftum bát til þess að fara þangað inn. IKEA átti ekki nema eins og 50% af þeim hlutum sem okkur langaði í á lager (eins og venjulega reyndar) og ég rak tánna á mér ofboðslega fast í eina skrúfuna á fullorðinslegóinu sem ég var að setja saman.

Íbúðin er hins vegar algjört æði og við erum alveg að farast úr víðáttubrjálæði.

Engin ummæli: