7.5.08

First pósk!

Þetta er fyrsta póskið mitt frá Sílakrílinu, honum Síla sæta. Í dag fengum við nefnilega bæði netsamband OG þjófavarnarkerfi. Þegar við vorum að velja okkur þjófavarnakerfisseljara setti ég það sem óhagganlegt skilyrði að kerfið myndi ekki koma til með að tala. Mér þykir fátt eins óhugnarlegt eins og kerfi sem tala, sérstaklega þau sem nota svona mónótón sem myndi sæma sér vel á rykföllnum bjúrókrata sem var pikkfastráðinn á sjötta áratugnum.

Það er svo yfirþyrmandi að geta sitið í nýja sófasettinu okkar á gríslanum og dúnsokkum, skrifandi pósk og hlustandi á xboxið hlaða fjarstýringuna sína og mala.. að ég gæti bara spurngið í milljónþúsundogeina ögn. Ég ætla ekki að springa samt. Það myndi örugglega ekki vera gaman.

Engin ummæli: