31.5.08

Elsku pleisið

Nú erum við búin að búa í íbúðinni okkar í smá tíma. Það á samt ennþá eftir að kaupa ljós, svo rússarnir eru að hanga inni í einhverjum herbergjum. Það á líka eftir að klára að gera tvær eldhúshurðir, lappa upp á pallinn, taka stigann í gegn og gera ýmiskonar smá lagfæringar. Engu að síður er ég alveg pottþétt á því að þetta sé æðislegasta íbúð í öllum heima heiminum og ég er ennþá alveg gáttuð þegar ég vakna að við búum hérna bara tvö. Ííííí gaman að vera til!

Engin ummæli: