11.5.08

Einfaldur húmor nær ansi langt..

Smá játning.. Svona með aldrinum hef ég minni og minni þolinmæði gagnvart U2. Eiginlega er hljómsveitin nett farin að naga á mér taugarnar undir það síðasta. Aumingja X-ið, sem hefur svo stuttan playlista að það væri hægt að prenta hann á nafnspjald spilar "With or without you" reglulega. Eftir að ég fór að ímynda mér að Bono væri að syngja "with or without shoes" í viðlaginu hefur lagið orðið talsvert bærilegra.

Út af áður nefndum stuttum playlista hef ég þetta lag varanlega húðflúrað á heilann. Um leið og hausinn á mér hefur náð að reka það út heyri ég það aftur í bílnum á leiðinni frá A til B. Reyndar er útgáfan í útvarpinu svona eins og 100x styttri. Forspilið á videoinu klárast í kringum 5 mín.

Engin ummæli: