3.4.08

Klippó

Ég fór í klippó í gær í fyrsta skipti síðan ég flutti aftur til Íslands. Ég fór á stofuna sem er hinu megin við götuna við vinnuna mína og var bara nokkuð sátt. Svo kemur í ljós að það á að rífa húsið og stofan mun flytja í risa-mega-ofur turninn í Smáranum, svo hún verður ekkert lengur á móti vinnunni minni. Görrr. Ég þarf samt að skoða þetta betur seinna hvort ég keyri ekki bara þangað, því að klippimaðurinn sagði að ég væri miklu sætari en allt tölvufólk sem hann þekkti og svo þurfti ég ekkert að svara flóknum spurningum um hvernig ég vildi hárið mitt, hann bara reddaði þessu fyrir mig.

Engin ummæli: