31.3.08

Rebel rebel, party party

Ég upplifði mig sem engan smá rebel í morgun. Vörubílstjóraómyndirnar sem sumt fólk getur ekki hætt að hrósa fyrir mótmælaaðgerðir sínar voru enn á ný að stofna lífi fólks í hættu. Meðal annars lokuðu þeir Ártúnsbrekkunni eins fast og 14 ára stelpa lokar herbergishurðinni sinni á suðupunkti gelgjunnar.

Hetjunni ykkar tókst engu að síður að láta bílinn sinn halda niðri í sér andanum svo hann var eins grannur og ormur og smjúga sér svo framhjá tveimur vörubílum sem voru með .\ /. svona reiðar augabrúnir og allt þeir voru svo vondir. Svo keyrði ég sæl og glöð með einum eða tveimur öðrum bílum niður Ártúnsbrekkuna og mætti bara svona eins og 5 mínútum seinna en venjulega í vinnuna.

Annars sá ég viðtal við vörubílstjórana í fréttunum um daginn og þegar þeir voru spurðir um hvort þeir gerðu sér grein fyrir að þetta lokaði á sjúkraflutninga, bentu þeir á að það væri allt vaðandi í gangstéttum og svo væru líka sjúkraflutningaþyrlur. Jájá.. Ég er viss um að það er ekkert mál að lenda þyrlu í Breiðholtinu, svo lengi sem þeir lenda ekki í drive by shooting.. Gangstéttirnar eru líka hentugar, því að ef sjúkri ekur á gangandi vegfaranda er lítið mál að kippta honum upp í bílinn og skutla með sér á spítalann.

Engin ummæli: