7.3.08

Niðurrif/Uppbygging

Á miðju plastparketinu í nýju, fínu stofunni minni stendur klósett. Í hinum endanum á stofunni eru karmar af 6 hurðum, sem og tvær hurðar með öllu tilheyrandi, ásamt rusi og drasli sem var einu sinni veggur. Allstaðar á milli má sjá verkfæri, vinnuhanska og önnur tól til niðurrifs og uppbyggingar.

Ég held að við höfum náð þeim tímapunkti þar sem húsið lítur verst út áður en það fer að líta vel út aftur. Amma og afi byrjuðu að flísaleggja baðherbergið niðri og andyrið í gær og munu stússast í því í dag á meðan við erum vinnunni. Þau eru flísaleggihetjur. Pabbi reif niður vegg með sleggju á miðvikudaginn og bróðir minn, mamma og tengdó hafa öll hjálpað við hrúguna inni í stofu.

Á morgun er sett stefna á að fá vaska ættingja í heimsókn til þess að mála. Mér féllust svolítið hendur í gær, þegar ég horfði yfir fjöllin í stofunni og gerði mér grein fyrir að það ætti eftir að koma þessu rusli niður á sorpu og spartla allt. Ég held og vona að þetta verði í lagi samt.

Parketið er líka eftir. Skildi ég vera góð í að leggja parket?

Engin ummæli: