13.3.08

Þjóðleg!

Eða allavegana er ég í fánalitunum. Ég er skjanna hvít eins og alla jafna á veturna ef ég dansa ekki við djöfulinn í heilsuspillandi ljósabekkjum. Svo er ég öll blá og marinn með slatta af vel rauðum sárum og skurðum sem virðast gjarnan fylgja stórum heimilisuppfærslum. Sumstaðar er ég með sár á marblettum.. eða marbletti á sári.

Amma og afi kláruðu að flísaleggja síðasta laugardag og þetta er glæsifínt sko. Eldhúsið er bara næstum því orðið eldhús aftur. Því vantar bara nýja borðplötu og einn fjarstýrðan slökkvara. Efri hæðin er komin með loftlista all over the place, hún er spörsluð og pússuð í drasl og bara nokkuð tilbúin fyrir málerí.

Við eigum eftir að mála uppi, gera tilbúið fyrir mál og mála niðri, skipta um stiga handriði, parketleggja niðri, skipta um hurðar og við erum farin að spá í að taka baðherbergið uppi í gegn núna líka.

It will never end!

Bjarta hliðin er að húsið okkar verður allra húsa fínast eftir aðfarirnar!

Engin ummæli: