16.3.08

Erkióvinurinn

Á föstudaginn eignaðist ég erki óvin. Hann er ofn sem var búið að mála með allavega sex mismunandi litum, hvítum (veit ekki hversu oft), svörtum, dökk bláum, grænum, gulum og bleikum. Hann var allur út í loftbólum undir málningunni, sem var um það bil eins þykk og Hvalfjarðargöng og hækkaði hitunarkostnaðinn um svona eins og fjárlög íslenska ríkinsins.

Síðan þá hef ég reynt að flysja málninguna af með meitli, eytt fjórum klukkutímum með slípirokk í höndunum að spæna hana af og fengið í kjölfarið tónleikasuð í eyrun, harðsperrur í strákavöðvann, illt í bakið og axlirnar, rassæri og klárað tvær slípirokksskífur. Í dag mætti ég svo með meitilinn aftur, rispaði upp á mér hnúana til blóðs og varð meira illt í bakinu. Á endanum var ákveðið að versla málingaeyðir sem ég svo smurði á ofninn í bak og fyrir, flysjaði hann svo meira og smurði hann AFTUR. Blaah. Anyways. Ég held að hann sé orðinn nógu berstrípaður fyrir málun.

Weekend well spent :oP Kannski ég kaupi 6 týpur af málningu og máli hann í mörgum lögum svo ég geti gert þetta aftur næstu helgi!

Engin ummæli: