26.3.08

Bitri gaurinn og IKEA

Ég fékk eftirfarandi tölvupóst frá helmingnum. Grafalvarlegt mál sem snýst um að einn af eldhússkápunum sem við ætluðum að mixa sem baðherbergisskáp (Óskin er mikill hönnuður skal ég segja ykkur) hefur verið uppseldur síðustu vikuna... en ég hló engu að síður.

Hæ hæ,

Ég gerði heiðarlega tilraun, en IKEA er bjáni. There, I said it! BJÁNI. Ég er ekki að finna númerið á þessum skáp í þessum bæklingi, sem by the way er birtur sem ÓHEMJU PIRRANDI flash forrit í stað þess að nota PDF eins og heiðvirtir borgarar myndu gera. Þannig að ég reyndi aftur að hringja í þjónustuverið þeirra, en það er bara samsæri símafyrirtækja, maður bíður bara og bíður. Ergo, IKEA má fara í illa skeint rassgat!

Ef að við þurfum að fara þangað að kíkja á vask, þá athugum við þetta í leiðinni ég tími ekki öllum vinnudeginum (og símreikningi) í að bíða eftir símaþjónustu sem virðist bara vera goðsögn hvort sem er.

Lorvings,
Bitri gaurinn

Engin ummæli: