8.2.08

Urrrr segir hann!

Vindurinn urrar eins og þríhöfða hundur sem heitir Fluffy. Svo blæs hann og kvæs og feykir húsunum hjá 2/3 af grísafjölskyldu niður. Illa gert segja sumir, á meðan að aðrir vilja meina að grísirnir séu vondu kallarnir í þessari sögu. Eh. Vondu grísirnir. Kannski byggðu þeir húsin sín vísvitandi úr stráum og spýtum til þess að svindla á tryggingunum. Ef úlfurinn hefði ekki borðað þá, væru þeir örugglega fluttir frá Gríslandi til Svínþjóðar, þar sem þeir myndu lifa velmegunarlega á tryggingapeningunum. Hvað vitum við?

Engin ummæli: